Ég get ekki hætt að brosa

Fanney er Evrópumeistari.
Fanney er Evrópumeistari. mbl.is/Eva Björk

„Ég get ekki hætt að brosa, ég er ótrúlega ánægð með þetta. Ég er með svona krónískt bros á andlitinu,“ sagði alsæl Fanney Hauksdóttir úr Gróttu við Morgunblaðið í gær eftir að hún varð Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki.

Árangurinn er auðvitað stórkostlegur en ennþá betri í ljósi þess að Fanney var að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega fullorðinsmóti – en hún er nú þegar heimsmeistari unglinga og bætti heimsmet sitt í þeim flokki með lyftu upp á 147,5 kg í gær sem tryggði henni einnig Evrópumeistaratitilinn.

„Þetta er frekar gott og allt vonum framar. Ég setti mér það markmið að komast á pall en ég bjóst alls ekki við því að vinna. Þetta er mitt fyrsta mót í fullorðinsflokki með fullt af reyndari keppendum. Ég er bara í skýjunum,“ sagði Fanney. peturhreins@mbl.is

Sjá viðtal við Fanneyju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert