Jónas Egilsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar sem birtist á mbl.is fyrr í dag sem sagði frá pólitískri ólgu innan sambandsins.
Sjá: Pólitísk ólga innan Frjálsíþróttasambandsins
Tilefnið er yfirlýsing í nafni sambandsins um yfirlýstan stuðning AASSE, samtaka frjálsíþróttasambanda evrópskra smáþjóða, við framboð Sebastian Coe til forseta Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jónas, sem er formaður AASSE og stjórnarmaður hjá FRÍ, segir yfirlýsingu FRÍ ekki komna frá sambandinu sjálfu.
Yfirlýsing frá Jónasi Egilssyni vegna samþykktar í nafni stjórnar FRÍ frá 14.(?) ágúst 2015.
Þessi yfirlýsing, sem sögð er vera frá stjórn FRÍ og birt er á heimasíðu FRÍ í dag 15. ágúst 2015, kemur mér sem stjórnarmanni FRÍ á óvart. Hún var hvorki kynnt í dagskrá boðaðs fundar fimmtudagsins, 13. ágúst sl., sem ég reyndar missti af, né heldur var ég látinn vita af henni eða var greint frá að leyti. Þó að þetta mál hafi verið til umræðu á fundinum mun þessi tiltekna yfirlýsing EKKI hafa verið samþykkt af stjórn, eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Orðalag hennar er því alfarið á ábyrgð formanns FRÍ sem og ákvörðun um kynningu á henni.
Það sem rétt er að ég sem formaður AASSE lýsti yfir stuðningi mínum við Sebeastian Coe í kosningum til formanns IAAF og hef rökstutt þá afstöðu. Til þess hef ég svigrúm og heimild eins og aðrir formenn. Ég aldrei sagt hvað aðildarþjóðir AASSE munu gera, né hef ég umboð til þess. Ég hef 12 ára reynslu sem formaður FRÍ og hef verið formaður AASSE í svipaðan árafjölda og veit nákvæmlega hvað til míns friðar heyrir og hvað ekki. Mín orð hafa hins vegar verið rangtúlkuð af öðrum og get ég ekki borið ábyrgð á því.
Yfirlýsing formanns FRÍ og hið frjálslega orðalag hennar vekur upp ýmsar spurningar sérstaklega í ljósi ofangreinds misskilnings. Hún er birt oinberlega og í nafni stjórnar FRÍ sem mun vera umfram hans umboð, þá er hún birt bæði á íslensku og ensku sem þjónar öðrum óskilgreinduym pólitískum tilgangi. Þá kýs formaður FRÍ að fara fram með þessum hætti, í stað þess að ræða og leysa málin innan FRÍ.
Ég sem formaður FRÍ til margra ára og stjórnarmaður sambandsins harma bæði þau vinnubrögð sem núverandi formaður viðhefur og þá leið sem hann kaus að fara í þessu. Sú umræða utan hreyfingarinnar sem af þessu hlýst getur ekki annað en skaðað sambandið og orðstír þess.
15. ágúst 2015
Jónas Egilsson.