Pólitísk ólga innan Frjálsíþróttasambandsins

Sergei Bubka, til vinstri, býður sig fram til forseta ásamt …
Sergei Bubka, til vinstri, býður sig fram til forseta ásamt Sebastian Coe, til hægri. AFP

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið fordæmir opinbera stuðningsyfirlýsingu AASSE, samtaka frjálsíþróttasambanda evrópskra smáþjóða, við framboð Sebastian Coe til forseta Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

Í yfirlýsingunni segir að yfirlýsingin í nafni formanns AASSE hafi verið skilin sem stuðningur allra aðildarþjóða við Coe, en FRÍ segir að yfirlýsingin hafi aldrei verið borin undir sambandið. Formaður AASSE er Jónas Egilsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra FRÍ. Stöðugildi hans hefur verið fjarlægt af heimasíðu sambandsins og hefur hann horfið til annarra starfa, en hann er enn stjórnarmaður hjá FRÍ.

Yfirlýsing FRÍ í heild sinni:

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 14.ágúst að  tilkynna opinberlega  að stuðningsyfirlýsing sem formaður AASSE,  samtaka frjálsíþróttasambanda evrópskra smáþjóðanna , opinberaði þann 29. júlí  í nafni formanns AASSE og skilin var af fjölmiðlum sem stuðningur allra aðildarþjóða AASSE við annan frambjóðandann til embættis forseta IAAF, var ekki samþykkt af stjórn FRÍ né var yfirlýsingin borin undir stjórn FRÍ fyrir birtingu. Frjálsíþróttasamband Íslands er ekki aðili að yfirlýsingunni. Stefna stjórnar FRÍ er sú að taka ekki afstöðu til frambjóðenda, með opinberum hætti, í kosningabaráttu til æðstu embætta EAA og IAAF né að beitra sambandinu með öðrum opinberum hætti einum frambjóðanda í vil. 

  Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands harmar þau óþægindi sem yfirlýsing formanns AASSE hefur valdið meðlimun AASSE og fer fram á það að formaður AASSE  láti tafarlaust af pólitískum afskiptum af kosningum til forseta og annarra embætta IAAF í nafni AASSE . Frjálsíþróttasamband Íslands er aðili að AASSE og stjórnar  FRÍ að samþykkja þær opinberu yfirlýsingar sem gefnar eru í nafni landssamtakanna beint og óbeint.  Stjórn FRÍ fordæmir umboðslausa notkun á nafni samtaka frjálsíþróttasambanda evrópskra smáþjóða (e. AASSE).

Jónas Egilsson.
Jónas Egilsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka