Formaður FRÍ segist í fullum rétti

Einar Vilhjálmsson, formaður FRÍ.
Einar Vilhjálmsson, formaður FRÍ. Ljósmynd/einarvill.blog.is

Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, hefur svarað þeim ásökunum sem fram komu í gær að hann hafi ekki haft umboð til að birta yfirlýsingu í nafni stjórnar sambandsins.

Sjá: Pólitísk ólga innan Frjálsíþróttasambandsins

Sjá: Harmar vinnubrögð formanns FRÍ

Eins og fram kom á mbl.is í gær og vakti mikla athygli virðist sem pólitísk ólga sé innan FRÍ. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að það fordæmi opinbera stuðningsyfirlýsingu AASSE, samtaka frjálsíþróttasambanda evrópskra smáþjóða, við framboð Sebastian Coe til forseta Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Formaður AASSE er Jónas Egilsson, fyrrum framkvæmdastjóri FRÍ og núverandi stjórnarmeðlimur.

Jónas svaraði því í yfirlýsingu í gær og sagði meðal annars að formaður FRÍ hefði farið á bak við stjórn sambandsins með því að fordæma opinbera stuðningsyfirlýsingu AASSE. Þar sagði hann meðal annars um yfirlýsinguna: „Hún er birt oinberlega og í nafni stjórnar FRÍ sem mun vera umfram hans umboð, þá er hún birt bæði á íslensku og ensku sem þjónar öðrum óskilgreindum pólitískum tilgangi.“

Einar segist hins vegar hafa verið í fullum rétti til að birta yfirlýsinguna.

„Efnisatriði yfirlýsingar á heimasíðu FRÍ  voru lögð fram  í skjali  á 23. stjórnarfundi og efni draga að yfirlýsingu samþykkt til birtingar opinberlega á íslensku og ensku.  Formaður fór fram á að fá að fá að fínpússa textann fyrir birtingu og það var samþykkt. [....] Formaður kláraði mál eins og hann hafði fengið fullt umboð til að gera á stjórnafundi, “ segir Einar meðal annars í tölvupósti sem mbl.is hefur undir höndum.

Þá segir hann stjórn FRÍ hafa fundið fyrir stuðningi eftir að hafa gefið það út að sambandið styðji ekki opinbera stuðningsyfirlýsingu AASSE við framboð Sebastian Coe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert