Hrafnkell og Svava Íslandmeistarar

Reykjavíkurmaraþonið fór fram í dag.
Reykjavíkurmaraþonið fór fram í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 er Íslandsmeistaramót í maraþoni 2015. Fyrsti íslenski karl og fyrsta íslenska kona voru því krýnd Íslandsmeistarar þegar þau komu í mark. Íslandsmeistari í maraþoni karla 2015 er Hrafnkell Hjörleifsson og Íslandsmeistari í maraþoni kvenna 2015 er Svava Rán Guðmundsdóttir.

Verðlaunahafar í Íslandsmeistaramótinu í maraþoni voru eftirfarandi:

Karlar

1. Hrafnkell Hjörleifsson, 2:55:04
2. Sigurjón Sigurbjörnsson, 2:59:35
3. Guðgeir Sturluson, 3:05:45

Konur

1. Svava Rán Guðmundsdóttir, 3:18:03
2. Sigríður Björg Einarsdóttir, 3:31:52
3. Liubov Kharitonova, 3:33:55

Þess má geta að tími Sigurjóns er nýtt og glæsilegt met í aldursflokknum 60-69 ára í Reykjavíkurmaraþoni. Gamla metið var 3:08:03 frá árinu 1997. Tími hans er einnig besti tími sem Íslendingur hefur náð í aldursflokknum 60-64 ára í maraþoni svo vitað sé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert