Óþekktur táningur með fyrsta gullið

Ghirmay Ghebreslassie fagnar sigrinum.
Ghirmay Ghebreslassie fagnar sigrinum. AFP

Ghirmay Ghebreslassie, óþekktur táningur frá Eritreu, vann til fyrstu gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Peking í Kína í nótt að íslenskum tíma.

Hinn 19 ára gamli Ghebreslassie fagnaði sigri í maraþoni. Hann tók forystuna við 36 kílómetra markið og vann öruggan sigur á tímanum 2.12,27 klukkustundum. Yemane Tsegay frá Eþíópíu varð annar á tímanum 2.13,02 klst og í þriðja sæti varð Munyo Solomon Mutai frá Úganda sem kom í mark á 2.13,29 klst.

Þetta voru önnur verðlaun Eritreumanns á heimsmeistaramóti en Tadesse Zersenay vann til silfurverðlauna í 10 km hlaupi á HM í Berlín árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert