Fjör á svellinu

Það sáust flott tilþrif í Egilshöllinnu í gær.
Það sáust flott tilþrif í Egilshöllinnu í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna hefur staðið yfir undanfarna daga. Leikurinn fór fram í um það bil 30 löndum og stóð yfir á þriggja daga tímabili.

Íshokkísamband Íslands skipulagði þátt Íslands í deginum og léku stúlkur á öllum aldri leik í Egilshöll í Grafarvogi í gær.

Leikmennirnir sem léku á Íslandi voru frá þremur löndum, það er Íslandi, Kanada og Finnlandi.

Sú yngsta sem tók þátt í leiknum á Íslandi er sex ára gömul og sú elsta á sextugsaldri.

Allir starfsmenn sem komu að leiknum voru kvenkyns.

Markaskorarar á öllum aldri

Leikmönnum um allan heim var skipt upp í tvö lið, annars vegar blátt lið og hins vegar hvítt lið. Bláa liðið bar sigur úr býtum í Egilshölinni með tveimur mörkum gegn einu.

Iðunn Ólöf Berndsen, átta ára gamall íshokkíleikmaður úr Skautafélagi Reykjavíkur, skoraði mark hvíta liðsins, en Finninn Pauline Luukkanen jafnaði metin fyrir bláa liðið. Það var svo hin 16 ára gamla Guðrún Katrín Gunnarsdóttir sem leikur með Valkyrjum sem skoraði sigurmarkið fyrir bláa liðið.

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir nefndarmaður í kvennanefnd Íshokkísambands Íslands var ánægð með hvernig til tókst: „Leikurinn var mjög vel heppnaður og það var frábært að sjá konur á öllum aldri á svellinu. Það er mikil gróska í kvennastarfinu í íshokkí hér á landi, sérstaklega fyrir norðan. Það er vonandi að þessi dagur verði til þess að fjölga iðkendum fyrir sunnan,“ sagði Steinunn Erla um leikinn í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert