Arnar Helgi Lárusson úr UMFN hefur bætt sig mikið í hjólastólakappakstri í sumar og kemur til með að keppa í þremur vegalengdum á HM fatlaðra í frjálsum í Katar síðar í mánuðinum.
„Jú jú það fer mikill tími í þetta. Ég fer aldrei undir fjóra klukkutíma á dag í æfingar, alla daga vikunnar. Fyrir utan það að smíða stólinn sjálfur þá þarf ég alltaf að huga að stólnum þegar ég kem heim því hann er 50% af árangrinum. Þetta er bara eins og í Formúlunni, allt þarf að virka,“ sagði Arnar sem sér um allt viðhald sjálfur.
Arnar kemur til með að keppa í 100m, 200m og 400 metra hjólastólakappakstri í Katar en hann keppti einnig á HM fyrir tveimur árum og komst á verðlaunapall á EM í fyrra.
Á meðfylgjandi myndskeiði er að finna viðtal mbl.is við Arnar Helga í heild sinni.