Stelpurnar fengu silfur

Íslenska U17 ára landsliðið í blaki varð í öðru sæti …
Íslenska U17 ára landsliðið í blaki varð í öðru sæti í Englandi. Ljósmynd/Volleyballengland-Facebook

Íslenska stúlknalandsliðið í blaki, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, varð í örðu sæti á NEVZA mótinu sem lauk í Englandi í dag. Liðið tapaði úrslitaleiknum á moti Finnum 3:0.

Finnar unnu fyrstu hrinuna 25:20 og sú næsta endaði eins, 25:20 og í þriðju hrinu höfðu Finnar einnig betur, nú 25:21.

Þetta er besti árangur sem sem Ísland hefur náð í þessari keppni, en Ísland hefur verið með í þessu móti í að minnsta kosti rúman aldarfjórðung.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert