Rússar settir í bann

Yelena Isinbayeva heimsmethafi í stangarstökki er ein þeirra sem hefur …
Yelena Isinbayeva heimsmethafi í stangarstökki er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið og segir algilt bann óréttlátt. FRANCK FIFE

Frjálsíþróttasambandi Rússlands og keppendum á vegum sambandsins hefur tímabundið verið bönnuð þátttaka í alþjóðlegum frjálsíþróttaviðburðum, þar á meðal á Ólympíuleikum, vegna meints stuðnings sambandsins við notkun árangursaukandi lyfja.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, greip til aðgerða vegna skýrslu sem sjálfstæð nefnd á vegum WADA, alþjóða lyfjaeftirlitsins gaf út - en hún hvatti til þess að Rússum yrði alfarið bönnuð þátttaka vegna gríðarlegrar lyfjamisnotkunar keppenda í landinu og stuðnings frálsíþróttasambands Rússlands við þá notkun.

Niðurstaða kosningar framkvæmdaráðs IAAF var afar skýr þar sem 22 kusu með því að Rússar yrðu settir í bann og 1 var á móti.

Íþróttamálaráðherra Rússlands Vitaliky Mutko segir að niðurstaðan sé tímabundin og hægt sé að leysa vandamálið.

Bannið þýðir að rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í alþjóðlegum frjálsíþróttakeppnum á vegum IAAF og á Ólympíleikunum sem haldnir verða í Ríó de Janeiro á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert