Tyson Fury þarf að svara til saka

Tyson Fury hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. AFP …
Tyson Fury hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. AFP PHOTO / PAUL ELLIS AFP

Enski hnefaleikmaðurinn þarf að svara fyrir forneskjuleg ummæli sín í garð kvenna og samkynhneigðra hjá breska hnefaleikasambandinu á komandi ári. 

Fory lét þau ósmekklegu og karlrembulegu ummæli falla í breskum fjölmiðlum nýverið að besta staða kvenna væri á bakinu, það er þegar þær væru ekki á heimavelli sínum, í eldhúsinu. 

Þá líkti Fury samkynhneigð við barnaníð þegar hann sagði að lögleiðing þess að einstaklingar að sama kyni geti stofnað til hjúskapar af sama meiði og lögleiðing þess að einstaklingar með barnagirnd fái að stofna við hjúskapar við börn. 

Háværar kröfur voru uppi um að BBC tæki Fury af lista yfir þá einstaklinga sem koma til greina sem íþróttamaður ársins hjá stofnuninni, en BBC hefur ákveðið að taka Fury ekki af listanum. 

Fury mun þó þurfa að svara fyrir ummæli sín hjá breska hnefaleikasambandinu einhvern tímann á næsta ári, en ekki ekki hefur ákveðið hvenær yfirheyrslan fer fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert