Tímamótasigur Íslands á Frökkum

Íslenska liðið í leiknum í dag.
Íslenska liðið í leiknum í dag.

Ísland vann í dag sinn fyrsta sigur á stórmóti í bandý þegar karlalandsliðið lagði Frakka að velli, 7:4, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Nitra í Slóvakíu

Íslenska liðið hafði tapað fyrir þremur sterkustu liðum riðilsins í fyrstu þremur umferðunum, Rússum, Slóvökum og Svíum, en sneri blaðinu við í dag.

Frakkarnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu að skora fyrsta markið. Íslenska liðið kom sterkt til baka, skoraði tvö mörk og staðan því 2:1 eftir fyrsta leikhluta.

Frakkarnir byrjuðu aftur af meiri krafti og skoruðu tvö mörk. Íslendingar tóku þá við sér, skoruðu tvö mörk og og héldu eins marks forystu út annan leikhluta, 4:3.

Í síðasta leikhluta var hart barist en þrjú mörk frá íslenska liðinu reyndust Frökkunum of mikið og íslenska liðið vann sinn fyrsta landsleik, 7:4 .

Að öðrum ólöstuðum var besti maður íslenska liðsins Andreas Stefansson með 4 mörk og 2 stoðsendingar. Kristian Magnússon var með tvö mörk og eina stoðsendingu og Martin Smedlund var með eitt mark. Tryggvi Stefánsson varði 32 skot í íslenska markinu, mörg úr dauðafærum. Liðið spilaði feiknavel í dag og börðust allir sem einn.

Martin Smedlund, fyrirliði íslenska landsliðsins hafði þetta að segja í leikslok:

„Við vissum að við gætum unnið þennan leik. Til þess þurftum við að spila frábæran varnarleik og bæta sóknarleikinn miðað við síðustu leiki. Við gerðum það í dag og unnum því algjörlega verðskuldaðan sigur í dag.“

Íslensku leikmennirnir verjast í leiknum við Frakka.
Íslensku leikmennirnir verjast í leiknum við Frakka.
Martin Smedlund fyrirliði Íslands með boltann í leiknum í dag.
Martin Smedlund fyrirliði Íslands með boltann í leiknum í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka