Næsti bardagi Gunnars klár

Gunnar Nelson tapaði gegn Demian Maia í síðasta bardaga sínum, …
Gunnar Nelson tapaði gegn Demian Maia í síðasta bardaga sínum, í Las Vegas í desember. AFP

Nú er ljóst hvenær og gegn hverjum næsti bardagi Gunnars Nelson verður en Gunnar mun keppa á UFC-kvöldinu í Rotterdam í Hollandi sunnudaginn 8. maí næstkomandi.

Gunnar mun þar mæta Rússanum Albert Tumenov en hann er 24 ára gamall og er sem stendur í 15. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt. Gunnar er fallinn út af listanum eftir tapið gegn Damien Maia í desember.

Samkvæmt grein MMA frétta er Tumenov stórhættulegur andstæðingur þegar báðir keppendur eru standandi. Hann hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC eftir að hafa tapað fyrsta UFC-bardaga sínum. Á ferlinum hefur hann klárað 11 bardaga með rothöggi, þar af þrjá í UFC.

Ekki er ljóst hvenær kvölds Gunnar og Tumenov mætast en aðalbardagi kvöldsins verður þegar Alistair Overeem og Andrei Arlovski mætast í þungavigt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert