Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður frá Fáskrúðsfirði og fyrrverandi heimsmetshafi, var í dag sæmdur fyrstur allra gullmerki Kraftlyftingasambands Íslands.
Skúli setti heimsmet í réttstöðulyftu í Laugardalshöllinni árið 1980 þegar hann lyfti 315,5 kílóum í 75 kg flokki. Hann varð þar með fyrstur íslenskra íþróttamanna til að setja heimsmet, en það ár var hann kjörinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í annað skipti. Skúli, sem var um árabil einn vinsælasti íþróttamaður þjóðarinnar, var áður kjörinn árið 1978.
Skúli tók við gullmerkinu í upphafi þings Kraftlyftingasambands Íslands.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af heimsmeti Skúla og fögnuðinn sem braust út í kjölfarið þar sem kappinn var m.a. tolleraður á sviðinu: