Úlfar segist alltaf skora

Úlfar Jón Andrésson skoraði og lagði upp mark í 7:4 sigrinum gegn Kína á HM í íshokkí á Spáni í dag. Hann vonast eftir því að skora einnig gegn Serbíu í mótinu. 

Úlfar er einn af þessum harðduglegu og vinnusömu liðsmönnum sem íslenska landsliðið er svo heppið að hafa en slíkir menn hafa oft einkennt landsliðin okkar í hópíþróttunum. Hann hefur ekki verið sá iðnasti við markaskorun í gegnum tíðina en þegar blaðamaður mbl.is hélt því fram benti Úlfar á að hann næði yfirleitt að skora í hverju móti. 

Úlfar skoraði einnig gegn Kína árið 2011 en sagðist þó ekki finna sig neitt sérstaklega vel gegn Kínverjum frekar en öðrum. Sagðist síðustu árin hafa lætt inn mörkum árlega gegn Serbum. Þar sem Serbía er með Íslandi í riðli að þessu sinni eins og undanfarin ár þá bindur Úlfar vonir við að bæta við öðru marki í vikunni. 

Viðtalið við Úlfar er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Úlfar Jón Andrésson í leiknum í dag en hann kom …
Úlfar Jón Andrésson í leiknum í dag en hann kom mikið við sögu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert