Portúgalinn Cristiano Ronaldo er efstur á árlegum lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem hvorki Floyd Mayweather né Tiger Woods skipa fyrsta sætið.
Ronaldo þénaði tæplega 11 milljarða króna á árinu, þar af 6,9 milljarða í laun og 3,9 milljarða í auglýsingum. Ronaldo er á undan Lionel Messi, leikmanni Barcelona, sem þénaði tæplega 10 milljarða á síðustu 12 mánuðum, og körfuboltakappanum LeBron James sem er þriðji tekjuhæsti með 9,4 milljarða.
James þénaði meira en Ronaldo og Messi í gegnum auglýsingar en árslaun hans hjá Cleveland Cavaliers eru meira en helmingi lægri en laun Messi og Ronaldo hjá félagsliðum sínum.