Jón Margeir setti nýtt heimsmet

Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, er þessa dagana staddur í Þýskalandi á opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra. Hann gerði sér lítið fyrir og setti nýtt heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14.

Jón kom í bakkann á 8:48,24 mínútum en gamli tíminn hans var 8:53,13 mínútur, svo um magnaða bætingu er að ræða. Þá setti Jón einnig nýtt Íslandsmet í 100 m flugsundi á tímanum 1:00,17 mínútum.

Jón er ekki einn íslenskra keppenda ytra því Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, hefur einnig sett nýtt Íslandsmet en það gerði hún í 100 metra baksundi í flokki S4 er hún kom í bakka á 2:14,50 mínútum.

Myndband af metasundi Jóns má sjá í tengli hér að neðan á 3 klst. og 37 mín. og verðlaunaafhending að því loknu á 3 klst. og 59 mín. Strax að loknu sundi má einnig heyra viðtal við Jón Margeir þar sem hann segir m.a. frá því að laugin í Berlín sé í miklu uppáhaldi hjá sér.

Metasund Jóns/ viðtal og verðlaunaafhending

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert