„England hlýtur að vinna“

Eftir að hafa búið hér í ríflega 5 ár segist enski knattspyrnuþjálfarinn Gregg Ryder eiga erfitt með að gera upp huga sinn um hvaða lið fær stuðning hans á mánudaginn. Hann segir vinnusemi íslenska landsliðsins vera þá bestu sem hann hefur orðið vitni að og að Englendingar ættu ekki að vanmeta liðið þótt það hljóti að vera sigurstranglegra í leiknum.

Ryder þjálfar meistaraflokk karla hjá Þrótti í Pepsi-deildinni og vann á tímabili með Heimi Hallgrímssyni hjá ÍBV. mbl.is hitti á hann í Laugardalnum í dag og ræddi við hann um leikinn við Englendinga á mánudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert