„Knattspyrna snýst um virðingu“

Paul Pogba og Gylfi tókust á í leik Íslands gegn …
Paul Pogba og Gylfi tókust á í leik Íslands gegn Frakklandi en föðmuðust að honum loknum. AFP

„Knattspyrna snýst um virðingu,“ skrifar Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við mynd af sér og leikmanni Frakklands, Paul Pogba, að fallast í faðma.

Gylfi deildi myndinni á Facebook á föstudaginn var og hefur hún hlotið sterk viðbrögð, verið deilt 101 sinni og fengið vel yfir 3.000 „læk“.

Þótt Gylfi segi það ekki beint hafa margir tengt myndbirtingu hans við þjóðernishyggjuflokkinn Danskernes Parti sem telur Ísland eins konar fyrirmyndarríki sökum fárra innflytjenda með annað en „vestur-evrópskt“ útlit. Formaður flokksins hefur sagt að íslenska landsliðið hafi í raun verið það eina á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem var „raunverulega evrópskt“. Þá hefur flokkurinn hafið sölu á bolum með mynd af Íslandi og íslenska fánanum og áletruninni „Hvít víkingaknattspyrna“.

Fréttir mbl.is:

Segir Íslendinga skammast sín

KSÍ harm­ar hat­urs­kennd­an áróður

„Þetta líðum við ekki sem þjóðfé­lag“

Mynd Gylfa hefur m.a. verið deilt á Facebook-síðu flokksins þar sem fjölmargir Íslendingar, Danir og aðrir hafa brugðist ókvæða við fordómafullum stefnumálum hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert