Það er gaman að sjá sérfræðingana sem hafa gagnrýnt störf Guðmundar Guðmundssonar, landsliðþjálfara Dana, á undanförnum árum hrósa honum fyrir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Ólympíuleikunum, að sögn Gunnars Magnússonar, þjálfara Hauka.
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson segir árangurinn ekki koma sér á óvart. Danska liðið hafi verið vaxandi á undanförnum árum. mbl.is ræddi stuttlega við Gunnar og Ólaf um afrek Guðmundar með danska liðið, en Gunnar segir t.a.m. augljóst að Guðmundur hafi lært mikið af fyrri leik danska liðsins við hið franska í keppninni.