McGregor mætir Alvarez í New York

Conor McGregor mætir í búrið í nóvember og freistar þess …
Conor McGregor mætir í búrið í nóvember og freistar þess að skrá sig í sögubækurnar. AFP

Nú er orðið ljóst að írska bardagastjarnan Conor McGregor mun freista þess að verða handhafi tveggja UFC-belta á sama tíma.

McGregor mun mæta Eddie Alvarez í New York þann 12. nóvember og reyna þar að ná af honum léttvigarmeistarabeltinu. McGregor er þegar ríkjandi UFC-meistari í fjaðurvigt eftir sigurinn á Nate Diaz í ágúst.

UFC 205 bardagakvöldið, þar sem bardagi Alvarez og McGregor er að sjálfsögðu aðalbardagi kvöldsins, er það fyrsta sem fer fram í New York. Það verður haldið í Madison Square Garden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert