Stjórn Fimleikasambands Íslands gagnrýnir harðlega úthlutun úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands frá því í gær, þegar 150 milljónum var deilt til sérsambanda ÍSÍ.
Sjá frétt mbl.is: ÍSÍ úthlutar 250 milljónum á árinu
Fimleikasambandið fær tæpar átta milljónir í sinn hlut og í pistli á heimasíðu sambandsins er harðlega gagnrýnt að sambönd sem hafi úr mun meira fjármagni að spila fái hærri styrki.
„Sum sérsambönd búa við þann munað að geta greitt keppnisferðir sinna landsliðsmanna að fullu og jafnvel greitt þeim dagpeninga og bónusa meðan á verkefninu stendur. Við búum ekki þannig að geta greitt ferðir okkar landsliðskeppenda, hvað þá að það náist í nánustu framtíð að greiða þeim dagpening og bónusa,“ segir í pistlinum.
Þar er það útlistað að landsliðsfólk í fimleikum greiði 41% af kostnaði fyrir keppnisferðir og það útfært nánar í töflu sem má sjá HÉR.
„Það kostar sem sagt að vera valin í landslið, sem er ákaflega dapur raunveruleiki. Þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara er okkur sniðinn misþröngur stakkur. Þau sambönd sem hafa meira fjármagn á milli handanna geta, eðli málsins samkvæmt, leyft sér að setja hærri upphæðir í þann málaflokk og sum flytja þá jafnvel á milli landa. Að þessu sögðu gefur auga leið að kostnaður sem fellur á verkefnin hjá samböndunum er á engan hátt sambærilegur.“
Fimleikasambandið gagnrýnir ÍSÍ fyrir skort á rökstuðningi fyrir úthlutuninni auk þess sem skortur er á gagnsæi.
„Fimleikasambandið situr fast og getur á engan hátt lyft sínu afreksstarfi á það plan að geta veitt sínum keppendum sambærilega þjónustu og þau sambönd geta, sem fengu hæstu úthlutun úr sjóðnum í gær.“
Að lokum er útlistaður sá árangur sem náðist á síðasta ári, en pistilinn í heild sinni má lesa HÉR.
„
Árangur landsliða FSÍ á árinu 2016: