Grænlendingar hættu við að koma

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalandslið Grænlands í handbolta breytti fyrirætlunum sínum um að koma hingað til lands í æfingabúðir og sneru sér þess í stað til Danmerkur. Ástæðan er harmleikurinn varðandi hvarf Birnu Brjánsdóttur, að sögn Johannesar Groth landsliðsþjálfara.

Netmiðillinn KNR í Grænlandi birti frétt um málið og þar er rætt við Groth. Æfingabúðirnar voru fyrirhugaðar hérlendis 9.-13. febrúar næstkomandi en lið Grænlands er að undirbúa sig fyrir leiki sem fram fara í mars.

„Sumar stelpurnar voru óöruggar vegna þessa og hefðu ef til vill ekki getað einbeitt sér 100% að handboltanum,“ er haft eftir Groth en ákvörðunin var tekin þegar Birnu var enn saknað.

„Við þurfum að geta einbeitt okkur að handboltanum og ákvörðunin var tekin í snatri um að flytja æfingabúðirnar til Danmerkur.“

Groth tekur fram að ekki hafi Grænlendingar óttast um öryggi handboltakvennanna en segir kringumstæður hafa verið mjög sérstakar og vísar þar væntanlega til þess að tveir Grænlendingar höfðu verið hnepptir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa átt þátt í hvarfi Birnu. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert