Aníta vann silfur í Póllandi

Aníta Hinriksdóttir setur Íslandsmet á dögunum.
Aníta Hinriksdóttir setur Íslandsmet á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Aníta Hinriksdóttir var nú rétt í þessu að vinna til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi á Copernicus Cup, sterku frjálsíþróttamóti sem haldið er í Torun í Póllandi.

Aníta var skráð til leiks með annan besta tímann í greininni innanhúss, en hún bætti Íslandsmetið um síðustu helgi þegar hún sigraði á Reykjavíkurleikunum. Tími hennar þá var 2:01,18 mínútur.

Í kvöld hljóp Aníta á 2:01,56 mínútum og jafnaði því gamla Íslandsmetið sem hún sló um síðustu helgi.

Þetta var þriðja sterka mótið sem Aníta keppir á í þessum mánuði, en heimakonan Joanna Jozwik sigraði í kvöld á tímanum 1:59,29 mínútum og setti landsmet. Hún hafði einnig betur gegn Anítu á sterku móti í Düsseldorf í byrjun mánaðarins þar sem Aníta fékk brons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert