Jafet fékk Bensabikarinn til eignar

Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum.
Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum. Ljósmynd/Gunnar Jónatansson

Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í Mjölniskastalanum í Öskjuhlíð í kvöld.

Jafet varð Íslandsmeistari í -75 kg flokki og var um leið valinn hnefaleikamaður mótsins þriðja árið í röð. Þar með vann hann umræddan bikar til eignar. Í úrslitaviðureign vann hann Arnór Má Grímsson úr HFH á klofinni ákvörðun dómara.

Sólon Ísfeld úr Æsi og Bjarni Þór Benediktsson úr HAK fengu sérstaka viðurkenningu fyrir tæknilegustu viðureignina á mótinu. Það var úrslitaleikurinn í -64 kg flokki ungmenna þar sem Bjarni sigraði á klofinni ákvörðun dómara.

Kristján Kristjánsson úr HFK sigraði Rúnar Svavarsson úr HFK í úrslitum í -91 kg flokki karla.

Tómas E. Ólafsson úr Æsi sigraði Almar Ögmundsson úr HFA í úrslitum í -81 kg flokki karla.

Ásgrímur Egilsson úr HFK sigraði Sævar Inga Rúnarsson úr HFA í úrsitum í -69 kg flokki karla.

Þórður Bjarkar úr HFK sigraði Pawel Vscilowski úr HR í úrslitum í -64 kg flokki karla.

Margrét G. Svavarsdóttir úr HFR sigraði Sigríði B. Bjarnadóttur úr HFA í úrslitum í -75 kg flokki kvenna.

Margrét Á. Þorsteinsdóttir úr Æsi sigraði Köru Guðmundsdóttur úr Æsi í úrslitum í -69 kg flokki kvenna.

Emin Kadri úr HFK sigraði Þórarin S. Þórðarson úr Æsi í úrslitum í -63 kg flokki unglinga.

Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum.
Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum. Ljósmynd/Gunnar Jónatansson
Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum.
Frá úrslitum Íslandsmótsins í ólympískum hnefaleikum. Ljósmynd/Gunnar Jónatansson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert