Aníta vann bronsverðlaun

Aníta Hinriksdóttir og Honoré Hoedt þjálfari hennar.
Aníta Hinriksdóttir og Honoré Hoedt þjálfari hennar. Árni Sæberg

Aníta Hinriksdóttir, hlaupari úr ÍR, vann bronsverðlaun í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Aníta hljóp á tímanum 2:01,25 í úrslitahlaupinu. 

Aníta náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í hlaupinu í dag, en hún setti Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á tímanum 2:01,18 á Reykjavíkurleikunum í febrúar á þessu ári. 

Svisslendingurinn Selena Büchel varði titil sinn í greininni, en hún hljóp á tímanum 2:00,38 og Shelayna Osk­an-Cl­ar­ke frá Bretlandi varð síðan í öðru sæti á tímanum 2:00,39. 

Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Íslendingur vinnur til verðlauna á stórmóti, eða síðan Jón Arnar Magnússon vann silfurverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í Lissabon árið 2001.

Vala Flosadóttir var síðasti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti, en hún vann bronsverðlaun í stangarstökki á Evrópumeistaramótinu í Valencia á Spáni árið 1998. 

Alls höfðu Íslend­ing­ar þar til í dag unnið til tvennra gull­verðlauna og þrennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti inn­an­húss. Vala Flosadóttir varð Evr­ópu­meist­ari árið 1996 í Stokk­hólmi og á sama móti vann Jón Arn­ar Magnússon bronsverðlaun í sjöþraut.

Þá varð Hreinn Hall­dórs­son Evr­ópu­meist­ari í kúlu­varpi í San Sebastian á Spáni árið 1977 og Pét­ur Guðmunds­son vann bronsverðlaun í kúlu­varpi í Par­ís 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka