Gunnar fór illa með Jouban

Gunnar Nelson mætir Alan Jouban í kvöld.
Gunnar Nelson mætir Alan Jouban í kvöld. Ljósmynd/UFC

Gunnar Nelson hafði betur gegn Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London í kvöld. Bardaginn var stöðvaður eftir 46 sekúndur í annari lotu, þegar Gunnar kláraði Jouban í gólfinu eftir að hafa vankað hann með föstu hægri handar höggi.

Okkar maður vann fyrstu lotuna eftir að hafa náð Jouban í gólfið undir lok hennar og kláraði hann dæmið gríðarlega vel í annarri lotu. 

Þetta var annar sigur Gunnars í röð, en hann hafði betur gegn Albert Tumenov á síðasta ári. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

22:33 - Gunnar Nelson klárar Alan Jouban í byrjun annarrar lotu. Gunnar kláraði hann eftir 46 sekúndur í 2. lotu. Gunnar kom fyrst með gríðarlega fast högg með hægri hendi sem vankaði Jouban. Eftirleikurinn var auðveldur hjá okkar manni. Þvílík frammistaða. 

22:30 Fyrsta lotan er búin. Gunnar tekur þessa lotu. Jouban byrjaði ágætlega og sparkaði vel í lappirnar á Gunna. Eftir því sem leið á lotuna komst Gunni meira inn í hana og náði hann að taka Jouban niður þegar rúm mínúta var eftir og tryggja sér sigur í lotunni. Fín byrjun. 

22:27 - Bardaginn er kominn af stað. 

22:20 - Alan Jouban röltir nú inn í búið og Gunnar þar á eftir undir fögrum tónum Kaleo. 

22:05 - Marlon Vieira hafði betur gegn Brad Pickett en bardaginn var sá síðasti á ferlinum hjá þeim síðarnefnda. Bardaginn var stöðvaður eftir að Vieira náði að sparka í höfuðið á Pickett með þeim afleiðingum að Pickett féll í gólfið og reyndist eftirleikurinn auðveldur fyrir Vieira. 

21:40 - Nú er aðeins einn bardagi og svo stígur okkar maður upp á svíð. Arnold Allen hafði betur gegn Makwan Amirkhani í fyrsta bardaga kvöldsins, á stigum. Síðasti bardaginn fyrir okkar mann er Brad Pickett gegn Marlon Vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert