Gunnar Nelson fékk drjúgan bónus fyrir frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Alan Jouban í UFC-bardaga þeirra í London í gærkvöldi.
MMAfréttir.is greina frá þessu en Gunnar var einn af fjórum keppendum gærkvöldsins sem fékk bónusgreiðslu. Frammistaða Gunnars þótti sú besta á kvöldinu en fyrir það fékk hann 50.000 Bandaríkjadali, 5,4 milljónir íslenskra króna.
Gunnar kláraði Jouban en stöðva þurfti bardagann eftir 46 sekúndur í annarri lotu. Þá kláraði Gunnar Jouban í gólfinu eftir að hafa vankað hann með föstu hægri handar höggi.