Bætti Íslandsmetið eftir brúðkaup fram á nótt

Ari Bragi Kárason hefur hér betur í keppni við Kolbein …
Ari Bragi Kárason hefur hér betur í keppni við Kolbein Höður Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason kveðst ekki hafa verið sérstaklega vel undirbúinn um síðustu helgi þegar hann bætti Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi karla á Coca Cola-móti FH í Kaplakrika.

Ari Bragi hljóp þá á 10,51 sekúndu og bætti þar með metið sem hann setti í fyrra um 1/100 úr sekúndu.

„Ég var í raun ekkert búinn að búa mig sérstaklega undir að bæta metið. Ég var í brúðkaupi hjá Jóni Jóns og Hafdísi kvöldið áður og var að detta heim um að verða þrjú um nóttina. Ég var alltaf með á bak við eyrað að ég væri að fara keppa daginn eftir en það stoppaði mig ekkert endilega á dansgólfinu,“ sagði Ari Bragi léttur í lund.

Sjá viðtal við Ara Braga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert