McGregor og Mayweather hittust í Vegas

McGregor og Mayweather ræða málin.
McGregor og Mayweather ræða málin. AFP

Írski bardagamaðurinn Conor McGregor lofar að rota hinn bandaríska Floyd Mayweather í fyrstu fjórum lotunum er kapparnir mætast í hnefaleikabardaga í Las Vegas 26. ágúst næstkomandi. 

McGregor og Mayweather hittust í Las Vegas í kvöld til að kynna bardagann fyrir framan þúsundir manns. Þeir horfðust í augu í nokkra stund og byrjuðu að tala niður til hvor annars. 

„Hann hefur aldrei séð svona hreyfingar eða kraft áður. Ég mun rota hann í fyrstu fjórum lotunum. Hann er með litlar lappir og lítinn haus,“ sagði McGregor. 

Mayweather, sem er fertugur, svaraði McGregor. „Ég er orðinn gamall maður en ég mun samt rota þig.“ 

Bardaginn verður einn sá stærsti í sögu bardagaíþrótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert