Gunnar Nelson tapaði illa fyrir Santiago Ponzinibbio á UFC Fight Night 113 í Glasgow í kvöld. Ponzinibbio rotaði Gunnar strax í fyrstu lotu og er þetta í fyrsta skipti sem Gunnar er rotaður í bardaga.
Gunnar byrjaði nokkuð vel og náði ágætum hoggum á Santiago, en sá síðarnefndi hitti Gunna vel með óvæntri hægri hendi og vankaði Gunnar. Nokkrum höggum seinna var dómarinn búinn að stöða bardagann.
Þetta var þriðji bardaginn sem Gunnar tapar á ferlinum, en hann hefur unnið 16 talsins. Fylgst var með í beinni textalýsingu á mbl.is
Gunnar í beinni - mætir Ponzinibbio | Opna lýsingu Loka | ||
---|---|---|---|
kl. 21:42 Textalýsing Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem Gunnar er kláraður. Argentínumaðurinn er gríðarlega höggþugnur og hitti Gunnar vel með tveimur gríðarlega góðum höggum. Þannig fór nú sjóferð sú. | |||
Augnablik — sæki gögn... |