Santiago Ponzinibbio varð í kvöld fyrsti maðurinn til að rota Gunnar Nelson í blönduðum bardagalistum er þeir mættust á UFC Fight Night 113 í Glasgow í kvöld. Gunnar segir þann argentínska hafa potað í augað á sér meðan á bardaganum stóð, en bardaginn var aðeins rúmlega mínútu gamall þegar hann var stöðvaður.
„Mér gekk mjög vel í byrjun og ég náði góðu upphöggi á hann og í kjölfarið potaði hann í augað á mér. Ég hefði átt að láta dómarann vita því ég sá tvöfalt það sem eftir lifði bardagans. Hann hitti mig með höggi sem ég sá ekki og augað á mér er enn bólgið. Kannski hefði ég séð höggið ef hann hefði ekki potað í augað á mér,“ sagði Gunnar eftir bardagann.
10.589 manns voru í Glasgow að fylgjast með bardaganum, en Ponzinibbio fékk verðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.
„Ég æfði lengi fyrir þennan bardaga og ég var viss um að ég myndi vinna. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari og ég var viss um að hann var tilbúinn fyrir stríð. Ég bjóst ekki við því að ég myndi klára bardagann á undir mínútu,“ sagði Ponzinibbio.
Judge for yourself.
— Mjölnir (@MjolnirMMA) July 17, 2017
Double eyepoke in the beginning of the fight...
Photo by Jerry McCarthy/KO! Media pic.twitter.com/kHPw5FcjUR