Usain Bolt verður á meðal þátttakenda í úrslitum í 100 metra hlaupi karla á HM í London. Hann tryggði sér sæti í úrslitunum með að hlaupa á 9,98 sekúndum í undanúrslitum í kvöld.
Bolt fer með næstbesta tímann inn í undanúrslitin, en Christian Coleman hljóp á 9,97 sekúndum. Yohan Blake var með þriðja besta tímann, 10,04 sekúndur.
Ásamt Coleman, Bolt og Blake verða þeir Reece Prescod, Akani Simbine, Justin Gatlin, Jimmy Vicaut og Bingtian Su í úrslitahlaupinu sem hefst kl. 20:45 í kvöld.