Bolt meiddist í svanasöngnum

Usain Bolt sárþjáður á hlaupabrautinni í London í kvöld.
Usain Bolt sárþjáður á hlaupabrautinni í London í kvöld. AFP

Síðasta hlaupi jamaíska spretthlauparans Usain Bolt lauk á leiðinlegan hátt, en hann tognaði aftan í læri á lokasprettinum í 4x100 metra boðhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í London í kvöld.

Það voru heimamenn frá Bretlandi sem fóru með sigur af hólmi í hlaupinu, en breska sveitin hljóp á tímanum 37,47 sekúndum.

Bandaríska sveitin hreppti silfurverðlaun með því að hlaupa á tímanum 37,52 sekúndum og japanska sveitin nældi sér í bronsverðlaun með því að koma í mark á 38,04 sekúndum.

Breska sveitin náði besta árangrinum í 4x100 metra boðhlaupi karla á árinu 2017 og bæði bandaríska og japanska sveitin bættu sinn besta árangur í greininni.

Leiðinlegur endir á annars glæsilegum ferli

Glæstur ferill Bolt hlaut því snautlegan endi, en honum mistókst að tryggja sér sigurinn í 100 metra hlaupinu á heimsmeistaramótinu og meiddist svo í lokahlaupi sínu 4x100 metra boðhlaupinu í kvöld.

Þegar frá líður frá þessu heimsmeistaramóti og snjóa fer yfir þessi vonbrigði hjá Bolt verður hans hins vegar minnst sem algerlega magnaðs íþróttamanns sem breytti heimsmyndinni í sprettlaupum. 

Bolt er fyrsti maður­inn til þess að eiga heims­met í bæði 100 og 200 metra hlaupi frá því að tíma­tökuaðferðin sem nú er notuð var tek­in upp. Bolt kveður sviðið sem átt­fald­ur ólympíumeist­ari og ell­efufald­ur heims­meist­ari, en hann hef­ur haft mikla yf­ir­burði í sín­um grein­um í gegnum tíðina.

Chijindu Ujah, Adam Gemili, Daniel Talbot og Nethaneel Mitchell-Blake skipuðu …
Chijindu Ujah, Adam Gemili, Daniel Talbot og Nethaneel Mitchell-Blake skipuðu bresku sveitina sem varð heimsmeistari í 4x100 metra boðhlaupi karla á heimavelli í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert