„Leyfið manninum að slá mig niður“

Mayweather og McGregor í hringnum í Vegas í nótt.
Mayweather og McGregor í hringnum í Vegas í nótt. AFP

MMA-kappinn Conor McGregor sagði að dómarinn hefði gert mistök með því að stöðva bardaga hans og Floyd Mayweather í tíundu lotu í nótt. Mayweather var úrskurðaður sigurvegari á tæknilegu rothöggi.

Þetta var fyrsti atvinnumannabardagi McGregor í hnefaleikum en Mayweather hefur unnið alla sína 50 hnefaleikabardaga. McGregor útilokaði ekki að stíga aftur inn í boxhringinn.

„Mér fannst þetta standa tæpt. Ég verð svolítið óstöðugur þegar ég er þreyttur,“ sagði McGregor en hann virkaði eilítið valtur undir lokin.

„Dómarinn hefði getað látið bardagann halda áfram. Leyfið manninum að slá mig niður. Hvar voru síðustu tvær loturnar?“ spurði McGregor en hnefaleikabardagar eru tólf lotur.

„Leyfið mér að ráfa í hornið þar sem hann getur kýlt mig í gólfið.“

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert