Vésteinn Hafsteinsson var í gærkvöldi kjörinn frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð á árinu 2017, en þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks, Friidrottsgalan.
Vésteinn þjálfar kringlukastarann Daniel Ståhl sem hreppti silfurverðlaunin í greininni á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum á þessu ári.
„Ég er mjög þakklátur og stoltur,“ sagði Vésteinn eftir kjörið, en lengra viðtal við hann á sænsku má finna HÉR.
Vésteinn er einnig tilnefndur í kjöri þjálfara ársins í sænskum íþróttum í heild sinni árið 2017.