Get farið miklu hærra

Hulda Þorsteinsdóttir
Hulda Þorsteinsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum innanhúss eftir mikla keppni við FH á Bikarmótinu í Kaplakrika á laugardaginn var. ÍR fékk 104 stig en FH þurfti að sætta sig við 2. sætið með 103 stig. Breiðablik hafnaði í 3. sæti með 78 stig.

ÍR er einnig bikarmeistari kvenna en FH er bikarmeistari karla. Liðsmenn ÍR unnu átta greinar á mótinu. Ein þeirra var stangarstökk kvenna, en fyrir hönd ÍR keppti Hulda Þorsteinsdóttir, bronsverðlaunahafi frá Norðurlandamótinu í Svíþjóð í ár og gullverðlaunahafi frá Smáþjóðaleikunum í San Marínó á síðasta ári. Hún stökk hæst 4,25 metra, sem er besti árangur hennar í ár, en hún hefur hæst stokkið 4,34 metra. Hulda gaf sér tíma til að ræða við Morgunblaðið eftir að hún hafði lokið keppni. Hún virkaði frekar svekkt, þótt hún hefði náð besta stökki ársins, og voru skýringar á því.

„Þetta var besta stökkið í ár en ég fór hátt yfir og átti að fara yfir næstu hæð (4,35 metra) líka. Ég þurfti að skipta um stöng og nota stífari stöng. Stöngin sem er þar á milli brotnaði og það er stórt stökk að fara yfir í næstu stöng. Ég var búin að bíða alla vikuna og vona að ný stöng yrði komin fyrir mótið en því miður gekk það ekki eftir. Það var svolítið pirrandi, því ég get farið miklu, miklu hærra,“ sagði Hulda, sem ætlar sér að komast á EM í Berlín í sumar.

Sjá allt viðtalið við Huldu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert