Með stjörnur í augunum í sögubækurnar

Sonja Margrét Ólafsdóttir sýnir fimi sína á HM í Doha.
Sonja Margrét Ólafsdóttir sýnir fimi sína á HM í Doha. Ljósmynd/FSÍ

Hin 16 ára gamla Sonja Margrét Ólafsdóttir skrifaði sig í sögubækurnar á HM í Doha í Katar um helgina þegar hún gerði æfingu á jafnvægisslá sem ekki hefur verið gerð áður í keppni í fimleikum á stórmóti. Sonja viðurkennir að það hafi verið krefjandi að deila gólfinu með fremstu fimleikakonum heims þegar Morgunblaðið heyrði í henni hljóðið í gær.

„Ég get alveg viðurkennt það að það var ógnvekjandi í fyrstu að mæta til leiks og sjá öll stærstu nöfn fimleikaheimsins á gólfinu standa við hliðina á manni. Það kom upp smá vanmat hjá mér til að byrja með, á eigin getu meðal annars, en þá reyndi maður að fara yfir það í huganum, hversu mikla vinnu maður er búinn að leggja á sig til þess að komast á sjálft heimsmeistaramótið, og það hjálpaði mikið til. Ég hef farið á nokkur stórmót áður en aldrei jafn stórt mót og heimsmeistaramótið. Þetta var frábær upplifun að fá að keppa á móti öllum þessum stóru nöfnum og að fá að deila stóra sviðinu með þeim.“

Æfingin sem Sonja framkvæmdi á jafnvægisslánni heitir nú The Olafsdottir, í höfuðið á Sonju en mikil vinna hefur farið í að fullkomna æfinguna og afstökkið.

Æfingar Sonju á HM má sjá hér.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert