Stöðvaður á síðustu stundu

Birkir Bjarnason og Kingsley Coman
Birkir Bjarnason og Kingsley Coman mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er enn í Brescia á Ítalíu og óvíst er hvort eða hvenær honum verður heimilað að fara þaðan til Íslands vegna landsleiksins gegn Rúmeníu 26. mars.

Emil Hallfreðsson kom hins vegar til landsins frá Padova á Ítalíu í gær og er kominn í sóttkví fram að landsleiknum.

„Birkir var að leggja af stað til Íslands í gærkvöld (fyrrakvöld) eins og Emil þegar hann var stöðvaður. Læknar liðanna í ítölsku A-deildinni ákváðu á fundi að enginn leikmaður úr deildinni fengi að ferðast úr landi að svo stöddu og fyrir vikið stóðu forráðamenn Brescia enn harðar á sínu með að hleypa Birki ekki til Íslands, eins og þeir höfðu að sjálfsögðu fullan rétt á,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Morgunblaðið.

Hann sagði ekki útilokað að fá Birki til landsins í tæka tíð þrátt fyrir þetta og yfirvofandi fjórtán daga sóttkví. „Hann gæti komið hingað eins og ferðamaður, rétt eins og rúmenska landsliðið mun gera, og við ráðfærum okkur um það við sóttvarnalækni. Birkir hefur ekki átt heimili eða fasta búsetu á Íslandi frá níu ára aldri og ætti því að teljast ferðamaður hér. Eflaust verður látið reyna á það. En við munum ekki taka neina áhættu með hann gagnvart öðrum leikmönnum. Birkir og Emil eru báðir einkennalausir og það yrði gengið úr skugga um að þeir væru 100 prósent heilbrigðir áður en þeir kæmu til móts við aðra leikmenn okkar,“ sagði Freyr.

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert