Tyson á leiðinni í hringinn á ný

Mike Tyson var á sínum tíma yngsti heimsmeistari allra tíma …
Mike Tyson var á sínum tíma yngsti heimsmeistari allra tíma í þungavikt. AFP

Hnefaleikamaðurinn skrautlegi Mike Tyson ætlar aftur í hringinn síðar á þessu ári, þrátt fyrir að vera orðinn 53 ára og ekki barist síðan árið 2005. 

Tyson er duglegur að birta myndir af sér í ræktinni á samfélagsmiðlum og nú er ljóst að hann er ekki aðeins að æfa sér til gamans, heldur ætlar hann sér að reima á sig hanskana á ný. 

„Ég hef æft mikið og er að komast í gang. Ég er ryðgaður og er gjörsamlega búinn á því eftir æfingar. Ég ætla mér aftur í hringinn, berjast í 3-4 lotur og safna peningum fyrir góðgerðamál og hjálpa heimilislausum,“ sagði Tyson, sem varð á sínum tíma yngsti þungavigtameistari sögunnar í hnefaleikum. 

Hann viðurkennir að aldurinn sé byrjaður að segja til sín. „Ég æfi 2-3 tíma á dag og mér líður eins og ég hafi verið barinn í klessu af þremur mönnum eftir hverja æfingu,“ bætti Tyson við er hann svaraði aðdáendum á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert