Ríkisstjórnin fór gegn tillögum Þórólfs

Alls mega hundrað áhorfendur koma saman á íþróttaleikjum frá og …
Alls mega hundrað áhorfendur koma saman á íþróttaleikjum frá og með deginum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir lagði til að áhorf­end­ur á íþrótta­leikj­um yrðu áfram bannaðir í til­lög­um sem hann sendi heil­brigðisráðuneyt­inu í vik­unni.

Þetta staðfesti hann í sam­tali við RÚV í gær en á þriðju­dag­inn síðasta til­kynnti rík­is­stjórn Íslands nýj­ar til­slak­an­ir vegna fjórðu bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi.

Frá og með deg­in­um í dag var bæði æf­inga- og keppn­is­bann, sem hef­ur verið í gildi und­an­farn­ar þrjár vik­ur, lagt af en upp­haf­lega voru áhorf­end­ur ekki leyfðir á kapp­leikj­um þegar nýj­ar tak­mark­an­ir voru kynnt­ar á þriðju­dags­morg­un.

Því var hins veg­ar breytt á vef heil­brigðisráðuneyt­is­ins síðar um dag­inn eft­ir sam­tal heil­brigðisráðherra og íþrótta­málaráðherra.

„Ég lagði til að áhorf­end­ur yrðu ekki leyfðir á íþróttaviðburðum en ráðherra gerði það. Það er ekk­ert við því að segja finnst mér,“ sagði Þórólf­ur í sam­tali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert