Ríkisstjórnin fór gegn tillögum Þórólfs

Alls mega hundrað áhorfendur koma saman á íþróttaleikjum frá og …
Alls mega hundrað áhorfendur koma saman á íþróttaleikjum frá og með deginum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að áhorfendur á íþróttaleikjum yrðu áfram bannaðir í tillögum sem hann sendi heilbrigðisráðuneytinu í vikunni.

Þetta staðfesti hann í samtali við RÚV í gær en á þriðjudaginn síðasta tilkynnti ríkisstjórn Íslands nýjar tilslakanir vegna fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Frá og með deginum í dag var bæði æfinga- og keppnisbann, sem hefur verið í gildi undanfarnar þrjár vikur, lagt af en upphaflega voru áhorfendur ekki leyfðir á kappleikjum þegar nýjar takmarkanir voru kynntar á þriðjudagsmorgun.

Því var hins vegar breytt á vef heilbrigðisráðuneytisins síðar um daginn eftir samtal heilbrigðisráðherra og íþróttamálaráðherra.

„Ég lagði til að áhorfendur yrðu ekki leyfðir á íþróttaviðburðum en ráðherra gerði það. Það er ekkert við því að segja finnst mér,“ sagði Þórólfur í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert