Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser sló í gær 31 árs gamalt heimsmet í kúluvarpi utanhúss er hann varpaði kúlunni 23,37 metra á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.
Randy Barnes varpaði kúlu 23,12 metra árið 1990 og stóð metið þar til nú, en það var eitt elsta heimsmetið í frjálsíþróttum.
Crouser, sem er ríkjandi ólympíumeistari, er mjög sigurstranglegur á Ólympíuleikunum sem hefjast í næsta mánuði.
Kastið má sjá hér fyrir neðan.