Handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2023 af Samtökum íþróttafréttamanna en hann vann nokkuð öruggan sigur í kjörinu og fékk samtals 500 stig.
Keppinautar hans um titilinn voru Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, sem fékk silfurverðlaun í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í desember, og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði Bayern München sem hún varð þýskur meistari með í vor.
Alls fengu 23 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og stigin féllu sem hér segir en 28 íþróttafréttamenn kusu og völdu tíu íþróttamenn hver þar sem sá efsti fékk 20 stig, næsti 15, þriðji 10 og aðrir frá sjö og niður í eitt stig.
1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, handknattleikur 500
2. Anton Sveinn McKee, Sundfélag Hafnarfjarðar, sund 372
3. Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München, knattspyrna 326
4. Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR, frjásíþróttir 101
5. Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg, knattspyrna 94
6. Elvar Már Friðriksson, PAOK Saloniki, körfuknattleikur 93
7. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley, knattspyrna 73
8. Sóley Margrét Jónsdóttir, Breiðabliki, kraftlyftingar 69
9. Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu, fimleikar 53
10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Aalborg Svömmeklub, sund 47
11. Baldvin Þór Magnússon, UFA, frjálsíþróttir 37
12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþróttir 35
13. Albert Guðmundsson, Genoa, knattspyrna 31
14. Kristín Þórhallsdóttir, ÍA, kraftlyftingar 30
15. Snorri Einarsson, Skíða, skíðaganga 28
16. Eygló Fanndal Sturludóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur, lyftingar 27
17. Bjarki Már Elísson, Veszprém, handknattleikur 26
18. Viktor Gísli Hallgrímsson, Nantes, handknattleikur 24
19. Hákon Rafn Valdimarsson, Elfsborg, knattspyrna 22
20. Hákon Arnar Haraldsson, FCK/Lille, knattspyrna 20
21. Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur, golf 19
22. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, golf 10
23. Sandra Erlingsdóttir, Metzingen, handknattleikur 7