Daníel sló 30 ára Íslandsmet

Daníel Ingi Egilsson.
Daníel Ingi Egilsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Daníel Ingi Egilsson úr FH varð í dag Norðurlandameistari í langstökki karla og bætti Íslandsmetið í Malmö þar sem Norðurlandamótið fer fram.

Jón Arnar Magnússon átti Íslandsmetið sem var 8,00 metrar en það setti hann í Reykjavík árið 1994.

Daníel Ingi tvíbætti það í dag en hann stökk fyrst 8,01 metra og bætti það rækilega í næsta stökki þegar hann stökk 8,21 metra.

Þetta stökk tryggði honum keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Róm í júlí og gefur honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið fyrir leikana er 8,27 metrar. 

Daníel jafnaði 12. besta stökk ársins í heiminum og hann á því möguleika á Ólympíusæti í gegnum heimslistann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert