Anton Sveinn gefur ólympíuvarning sinn

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að gefa ólympíuvarning sinn sem hann fékk fyrir að taka þátt á leikunum í París í síðasta mánuði. 

Anton fór á sína fjórðu og síðustu Ólympíuleika en hann hafnaði í 15. sæti í 200 metra sundi. 

Keppendur á Ólympíuleikunum fengu ýmiss konar varning á Ólympíuleikunum. Þar á meðal sérhannaðan Samsung Galaxy Z Flip6-snjallsíma. 

Anton ætlar að gefa símann og annan varning í gjafaleik á TikTok-síðu sinni. 

Hann ætlar að hafa hvorn gjafaleikinn fyrir sig, annan fyrir símann og hinn fyrir varninginn. 

Leikur eitt: Merkja vin í athugasemdum og fylgja Antoni á bæði TikTok og Instagram til að vinna símann.

Leikur tvö: Fyrir þá sem dreyma um að keppa á Ólympíuleikunum einn daginn. Hér á að senda skilaboð til Antons um hvaða íþrótt viðkomandi stundar og hver draumurinn sé. Anton velur síðan út frá þessu skilaboðum og úthlutar ólympíuvarningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert