Hálfsúrrealískt að ég sé á þessum stað

Ágúst Ingi Davíðsson
Ágúst Ingi Davíðsson Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Ágúst Ingi Davíðsson náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í úrslitum á gólfi á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Szombathely í Ungverjalandi um síðustu helgi.

Ágúst Ingi, sem er 21 árs gamall, hafnaði í fjórða sæti á gólfi og fékk 13.544 stig fyrir æfingar sínar en hann var einungis 267 stigum frá þriðja sætinu. Þá náði Ágúst einnig frábærum árangri á tvíslá þar sem hann hafnaði í fimmta sæti með 12.733 stig.

„Ég er fyrst og fremst ógeðslega sáttur með sjálfan mig,“ sagði Ágúst Ingi í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á heimsbikarmóti og ég var mjög nálægt því að vinna til verðlauna á gólfi og á tvíslá. Ég er búinn að leggja gríðarlega mikið á mig á undanförnum tveimur árum. Þá sneri ég til baka eftir bakmeiðsli og það er ótrúlega ánægjulegt að sjá þessa vinnu vera að skila sér.

Ég er mjög sáttur með þær framfarir sem ég hef tekið á síðustu mánuðum og ég er rétt að byrja. Ég ætla mér að sjálfsögðu að halda áfram að bæta mig og vonandi tekst mér að halda líkamanum góðum líka. Þegar ég horfi til baka þá er hálfsúrrealískt að ég sé kominn á þann stað sem ég er á í dag,“ sagði Ágúst Ingi kampakátur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert