Birgir hitaði upp í myrkrinu

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Brynjar Gauti

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG segir að hann hafi ekki vaknað eins snemma fyrir golfmót síðan hann var að keppa á Íslandsmótinu á Hellu fyrir mörgum árum en Birgir hóf leik í gærkvöld á Opna Indónesíumótinu á Evrópumótaröðinni kl. 6:30 að staðartíma. Á bloggsíðu sinni segir Birgir að hann hafi hitað upp á æfingasvæðinu í myrkri og að það hafi ekki farið að birta fyrr en um hálftíma áður en hann átti að slá fyrsta höggið á mótinu.

Birgir lék vel á fyrstu 7 brautunum en á 9. braut notaði hann 7 högg eftir að hafa slegið í vatn fyrir framan flötina. „Ég hélt að ég væri svo högglangur og tók kylfu of lítið og boltinn fór beinustu leið í vatnið,“ segir Birgir m.a. á bloggsíðu sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert