Slakur lokakafli Birgis skilaði honum í 59. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is

Það voru sviptingar hjá Birgi Leifi Hafþórssyni á síðustu fjórum holunum á lokakeppnisdegi opna indónesíska meistaramótsins í golfi í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir var á þremur höggum undir pari í dag eftir 14 holur en hann lék síðustu fjórar holurnar á fjórum höggum yfir pari, þar sem hann fékk tvo skolla (+1) og einn skramba (+2). Hann endaði í 59. sæti á 5 höggum yfir pari samtals af alls 68 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn en alls léku 146 kylfingar á mótinu. Birgir lék 71, 72, 74 og 72 höggum á mótinu en par vallarins er 71 högg.

Skorkort Birgis.

Fresta þurfti keppni um tíma á mótinu þar sem að þrumuveður var í aðsigi en veðrið hefur leikið stórt hlutverk á mótinu fram til þessa. Finninn Mikko Ilonen er í efsta sæti þegar tvær holur eru eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka