Kastljósinu beint að Birgi á nuddbekk í Indónesíu

Birgir Leifur Hafþórsson á Humewood vellinum í S-Afríku.
Birgir Leifur Hafþórsson á Humewood vellinum í S-Afríku. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er viðtalsefni í vikulegum sjónvarpsþætti á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar sem sýndur var í síðustu viku. Í þættinum er rætt við Birgi um lífið og tilveruna þar sem hann var staddur í Indónesíu á móti sem fram fór í Jakarta en þar endaði Birgir í 59. sæti.

Birgir er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem fær keppnisrétt á Evrópumótaröðinni og er hægt að sjá myndbrot úr þættinum með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert