Sjúkraþjálfari ráðlagði Birgi að taka því rólega

Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína.
Birgir Leifur Hafþórsson á Hainan eyju í Kína. mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG æfði lítið á lokaæfingadegi fyrir atvinnumótið sem hefst aðfaranótt fimmtudags á Hainan eyju í Kína. Sjúkraþjálfari ráðlagði íslenska kylfingnum að taka því rólega í dag.

Birgir glímir við smávægileg meiðsli ofarlega í baki en hann telur samt sem áður að það muni ekki hafa áhrif á leik hans á mótinu. Birgir segir nánar frá atburðum dagsins á bloggsíðu sinni..

Birgir hefur leik á mótinu kl. 0:45 aðfaranótt fimmtudags og má búast við því að hann verði búinn með fyrstu 18 holurnar kl. 5 aðfaranótt fimmtudags. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en þetta er fjórða mótið sem Birgir leikur á frá því hann fékk keppnisrétt á Evrópumótaröðinni s.l. haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert